(english below)
Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum er frábær staður til þess að heimsækja og komast í nánd við dýrin okkar. Hægt er að fá að klappa kettlingum og kanínum, fara inn í girðingu til geitanna og spjalla við þær þar sem geitur eru mjög lífleg og skemmtileg dýr. Einnig á svæðinu er hægt að sjá svín, kálf, hænur, naggrísi ásamt því að hægt er að fara á hestbak í nokkra hringi í gerðinu á milli 13:00-14:00 gegn gjaldi í júní og ágúst.
Aðgangseyrir:
1000 kr frítt fyrir 2 ára og yngri
Opnunartíma má sjá hér.